











Rafrænt gjafabréf - Alin mælieining
Alin mælieining í fæðingarlengd er falleg og persónuleg eign sem varðveitir minninguna um fyrstu augnablikin í nýju lífi.
Alin er falleg handunnin mælieining úr gegnheilum við með áletruðu nafni, fæðingardegi, þyngd og tíma grafið í hliðina.
Alin er fullkomin gjöf á skírnar/nafnadaginn, sem fæðinga- eða afmælisgjöf og myndar fallega eign sem getur fylgt einstaklingnum í gegnum ævina.
Gjafabréfið fæst fyrir Alin með eða án messingenda.
Sjá skýringamynd í myndaseríunni til vinstri við textann.
Handhafi gjafabréfsins velur viðartegund.
Rafrænu gjafabréfin eru send til þín í pósti strax eftir kaup. Þú færð einn póst sem staðfestir kaupin og svo færðu annan póst sem inniheldur gjafabréfið þitt sem þú getur annaðhvort prentað út eða sent áfram í tölvupósti. Passaðu uppá tölvupóstinn sem þú færð, því einungis þú hefur aðgang að gjafabréfsnúmerinu.
Viljir þú heldur útprentað gjafabréf, geturðu nálgast það í versluninni eða fengið sent í pósti með því að klára kaupin hér.