Skilmálar og skilyrði I

Upplýsingar um seljanda:

AGUSTAV ehf. kt: 480414-0550  VSK-númer 117347, Funahöfða 3, 110 Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á húsgögnum. 
AGUSTAV áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, til dæmis vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Verð:

Hægt er að fá ákveðnar vörur sendar endurgjaldslaust og kemur það fram í lýsingunni á vörunni. 

Við áskiljum okkur fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga svo og vegna prentvillna á netsíðu okkar www.AGUSTAV.is . Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti. Pantanir með heimsendingu eru sendar heim að dyrum með Íslandspósti, sé ekki unnt að taka við sendingunni þarf að sækja hana á næsta pósthús. 

Allar sérsmíðaðar stærri vörur (svosem stólar og borð) skal hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst: info@agustav.com eða í síma 8230013 til að ræða áður en greitt er í gegnum vefsíðu. 

Greitt á netinu:

Hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum.