Alin - mælieining í fæðingarlengd
Alin - mælieining í fæðingarlengd
Alin - mælieining í fæðingarlengd
Alin - mælieining í fæðingarlengd
Alin - mæliprik í fæðingarlengd
Alin - mælieining í fæðingarlengd
Alin - mælieining í fæðingarlengd
Alin - mælieining í fæðingarlengd
Alin - mælieining í fæðingarlengd
Alin - mælieining í fæðingarlengd
Tilboð

Alin - mælieining í fæðingarlengd

Varðveittu fyrstu augnablikin í nýju lífi 

Alin er mælieining, sniðin í lengdina sem barnið þitt var við fæðingu, áletruð með öllum mikilvægustu upplýsingunum frá þessum fyrstu augnablikum. 

Þú færð gullfallega handunna mælieiningu úr gegnheilum við með áletruðu nafni, fæðingardegi, þyngd og tíma grafið í hliðina.

Alin er fullkomin gjöf og myndar fallega eign sem getur fylgt einstaklingnum í gegnum ævina.

Mælieiningin er með festingu til að hengja uppá vegg og er fallegt sem veggskraut.


Notaðu formið hér að neðan til að fylla inn fæðingarlengd, nafn, þyngd, fæðingardag- og tíma. Þú getur valið um að fylla inn allar þessar upplýsingar eða einungis hluta þeirra.

Í felliglugganum þar fyrir neðan velurðu viðartegund og frágang.
Þegar messingendi er valinn er gegnheilt messing fræst inn í mælieininguna og myndar það endapunkt og áherslu.
Þegar viðarendi er valinn, er mælieiningin skorin í fæðingarlengd og olíuborið.

Ef það á að panta fleiri en eina Alin þá eru allar upplýsingar fylltar út fyrir fyrstu mælieininguna og varan sett í körfu, þá er ferlið endurtekið fyrir næstu mælieiningu og svo koll af kolli þar til allar mælieiningarnar eru skilgreindar og komnar í körfu.

Gjafabréf fyrir Alin mælieiningu er góður kostur þegar upplýsingarnar eru ekki allar til staðar, til að mynda sem skírnargjöf / nafngiftargjöf eða afmælisgjöf.

Með gjafabréfinu gefur handhafi gjafabréfsins upp allar upplýsingar um barnið sjálfur þegar hann innleysir gjafabréfið og velur viðartegund.

Gjafabréfin send í pósti eða rafrænt, til útprentunar. 

Kaupa gjafabréf

Viður er náttúrulegt efni og eru engin tvö tré nákvæmlega eins. Ef þú ert að bæta í safnið geturðu sent okkur mynd á info@agustav.com af þeim eintökum sem þú átt fyrir og við reynum eftir fremsta megni að velja við sem líkist þeim sem þú átt fyrir.

Almennur framleiðslutími er um 1-3 dagar frá pöntun og þar til varan er tilbúin til afhendingar / send af stað.

Athugið að framleiðslutími getur dregist, ef þörf er á vörunni fyrir ákveðinn tíma má gjarnan taka það fram í pöntun og við gerum það sem við getum til að ná afgreiðslu fyrir þann tíma. 

Alin mælieining

Vinsamlegast farið vel yfir staðfestingatölvupóstinn við pöntun og tryggið  að allar upplýsingar séu rétt skráðar. Upplýsingarnar sem koma þar fram verða grafnar í mælieininguna og er ekki hægt að breyta eftir á. 
Upplýsingarnar verða grafnar á eftirfarandi hátt: 
Nafn   /   þyngd g   /   dags.mán.ártal (í tölustöfum)   /   kl tími.mínútur

Ef þú vilt annað fyrirkomulag á skilgreiningunni á mælieiningu þyngdar, framsetningu dagsetningar eða tíma, skal það tekið fram í athugarsemdardálki við kaup eða í tölvupósti eftir kaup á info@agustav.com

  • -0%
  • Verð 8.990 kr

    Customer Reviews

    Based on 27 reviews
    100%
    (27)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    G
    Gudrun Rikardsdottir

    Alin - mælieining í fæðingarlengd

    K
    Kjartansdóttir Auður

    Mjög ánægð með ykkur..
    Búin að kaupa fyrir barnabörnin mín sem eru fædd 2010,2018 og 2024.
    Aldrei of sein að kaupa prik.

    R
    Rebekka Jóhannesdóttir

    Alin - mælieining í fæðingarlengd

    S
    Sigurlaug Helga Emilsdóttir
    Alin

    einstaklega fallegt

    S
    Sigríður Ólöf Gunnlaugsdótt

    Alin - mælieining í fæðingarlengd