Skilmálar og skilyrði

Upplýsingar um seljanda:

AGUSTAV ehf. kt: 480414-0550  VSK-númer 117347, Funahöfða 3, 110 Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á húsgögnum. 
AGUSTAV áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, til dæmis vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Verð:

Ákveðnar vörur sendar endurgjaldslaust innanlands og kemur það fram í lýsingunni á vörunni. 

AGUSTAV áskilur sér fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga svo og vegna prentvillna á netsíðu okkar www.AGUSTAV.is. Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti. Pantanir með heimsendingu eru sendar heim að dyrum með Íslandspósti, sé ekki unnt að taka við sendingunni þarf að sækja hana á næsta pósthús. 

Öll borð er skynsamlegt hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst: info@agustav.com eða í síma 8230013 til að ræða áður en pantað er í gegnum vefsíðu þar sem verðin ákvarðast af vali á efni, stærð og frágangi.

Greitt á netinu:
Hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum. 

Eignaréttur
Vara er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningsviðskipti, eða önnur lánaform afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist seljanda.

Ábyrgð
Ábyrgðir seljanda eru í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. 

Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöru á verkstæði án samþykkis seljanda. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar á vöru.

Seljandi ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Trúnaður
AGUSTAV heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr kerfi AGUSTAV kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.


Höfundaréttur
Allt efni á vefsvæði agustav.is er eign AGUSTAV ehf. Efni AGUSTAV má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis frá AGUSTAV.

Lög og varnarþing.
Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda um túlkun skilmála þessa, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Almennt
AGUSTAV áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar lagerstöðu, og breyta verði eða hætta að bjóða uppá vöru eða þjónustu fyrirvaralaust. Verði seljandi fyrir óviðráanlegu ytri atviki (force majeure) svo sem eldgosi, jarðskjálfta, verkfalli eða þess um líkt, er seljanda heimilt að fresta efndum sínum eða falla frá kaupunum.