Alin

Alin mælieining

 

Spurt & svarað

Hvað er Alin?
  • Alin er mælieining sniðin fæðingarlengd barns og hugsað sem persónuleg eign sem varðveitir minninguna um fyrstu augnablikin í nýju lífi.
  • Alin er handgerð vara úr gegnheilum við, með vali um messing-eða viðartopp, áletrað með nafni, þyngd, fæðingardegi- og tíma.
  • Alin er með festingu til að hengja uppá vegg og er fallegt sem veggskraut.
  • Alin er hönnun Ágústu Magnúsdóttur and Gústavs Jóhannssonar hjá AGUSTAV.

Hvað þýðir Alin?

  • Alin hefur vísun í fæðingar eða það að ala barn.
  • Á forníslensku var orðið Alin notað yfir nokkuð breytilega mælieiningu sem var notuð um alla Evrópu, mælieiningin var yfirleitt milli 48 – 57,8 cm löng. Oftast var Alin þó notað yfir lengdina frá fingri að olnboga. 

Hvaða áhrif hefur framleiðsla Alin á umhverfið?
  • AGUSTAV er framleiðsla með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. AGUSTAV gróðursetur tré fyrir hverja selda vöru, það gildir einnig um Alin.

 

Hver er skilarétturinn á Alin?
  • Þar sem Alin mælieiningarnar eru sérgerðar fyrir hvern og einn er ekki hægt að skila né skipta Alin mælieiningu.
  • Ef það hafa orðið mistök af okkar hálfu við framleiðsluna munum við gera okkar besta til að bæta úr því. Hafðu samband alin@agustav.com og við munum svara eins fljótt og unnt er.
Kaupa Alin

 

GJAFABRÉF

Ég á gjafabréf, hvernig nota ég það?

  • Fylltu inn upplýsingarnar á Alin síðunni og skráðu svo inn númerið á gjafabréfinu í reitinn "Kóði/gjafabréf" þegar komið er að greiðslusíðu.  
Hvað ef ég fæ mörg gjafabréf?
  • Komi það fyrir að einstaklingur fái fleiri en eitt gjafabréf fyrir Alin, stendur til boða að gefa gjafabréfið áfram eða nota það sem inneign upp í aðra vöru hjá AGUSTAV.
    Kaupa gjafabréf