



Háspegill
Handsmíðaður spegill úr eik eða svart bæsaðri eik. Upprunalega urðu þessir speglar til úr afgangsefni boga í bogastóla og spruttu úr leik að hálfhringjum.
Háspegillinn er gólfspegill og stendur á flötum fleti og styðst við vegg.
Stærðir: 175 x 55,5 cm
Spegillinn sjálfur: 160 x 51,5 cm
AGUSTAV notast við gamlar hefðir í húsgagnasmíði og eru öll húsgögnin handunnin. Við notum sérgerða olíu/vax blöndu í meðferð húsganganna til að ná silkimjúkri áferð á viðnum.
Framleiðslutími
Allar vörur AGUSTAV eru handunnar og stærri vörur allar unnar eftir pöntun. Sé varan til á lager má nálgast hana næsta virka dag annars er framleiðslutími um 2-4 vikur á minni vörum og um 6 vikur á stærri vörum. Viljirðu kanna stöðuna á tiltekinni vöru má hafa samband á info@agustav.com eða í 8230014.