Loading...
Loading...
Loading...
Loading...
Háspegill
Handsmíðaður spegill úr eik eða svart bæsaðri eik. Upprunalega urðu þessir speglar til úr afgangsefni boga í bogastóla og spruttu úr leik að hálfhringjum.
Háspegillinn er gólfspegill og stendur á flötum fleti og styðst við vegg. Aftan á speglinum er upphengi / krækja sem býður uppá að hengja spegilinn upp eða tylla honum upp við vegginn og krækja í skrúfu fyrir auka öryggi.
Stærðir: 191,5 x 55,5 cm
Spegillinn sjálfur: 160 x 51,5 cm
AGUSTAV notast við gamlar hefðir í húsgagnasmíði og eru öll húsgögnin handunnin. Við notum sérgerða olíu/vax blöndu í meðferð húsganganna til að ná silkimjúkri áferð á viðnum.
Sérsmíði
Þessi vara er sérsmíði og er handunnin eftir pöntun á verkstæði AGUSTAV.
Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.