Jólastjarna með nafni
Jólastjarnan 2023 er uppseld.
Kærar þakkir fyrir frábærar móttökur! Jólastjarna er væntanleg aftur 2024.
Einlægustu jólin eru þau sem við sjáum með augum barnsins. Ljósin í myrkrinu, ilmurinn af mandarínum, piparkökum og greninálum. Skreytum tré og vöndum okkur. Maulum gott og hlustum á tónlist. Litlar hendur hengja hvern muninn á fætur öðrum á tréð. Eftirvænting. Síðasti munurinn sem ratar á tréð er einstakur. Munur, merktur þér, sem mun fylgja þér frá einu tré til annars. Frá fyrsta trénu til þess síðasta. Augnablikið sem þú hengir þitt jólaskraut er dýrmætt. Merkingin breytist með árunum, en vægið er það sama. |
Jólastjarnan 2023 er úr gegnheillri eik.
Handunnin af natni og umhyggju. Hvert eintak er sérunnið og hvert handtak vandað. Gegnheill messinghringur prýðir topp stjörnunnar, sem er hengd upp með satínborða. Jólastjarnan kemur í fallegri gjafaösku með tveimur satínborðum (rauðum og ljósum).
1) Áletraðu með nafni einstaklings og fáðu persónulega og þýðingarmikla gjöf sem fylgir einstaklingnum.
- Áletrun á einn flöt
- Áletraðu á tvo fleti. Aðeins er letrað á einn flöt hvoru megin. Tilgreindu hvaða texti á að snúa 'fram' og hver 'aftur'. Sjá skýringarmynd.
2) Jólastjörnu án áletrunar eða með forvalinni áletrun (2024) má panta/skoða hér.
Athugið
Jólastjarnan í ár verður framleidd í mjög takmörkuðu upplagi.
15% afsláttur við kaupum á 3-5 Jólastjörnum.
20% afsláttur við kaupum á 6 eða fleiri Jólastjörnum.
Afsláttur reiknast sjálfkrafa í körfu.