Sófi

kr.546,000

AGUSTAV sófi I

Sófinn er úr reyktri hnotu með vönduðu ullaráklæði. Hugmyndin bak við þessa seríu var að gera falleg stofuhúsgögn sem mættu standa frítt úti á gólfi og væru jafnt stílhrein sem áhugaverð frá öllum sjónarhornum. Við leggjum áherslu  sampsil hönnunar og handbragðs og finnst mikilvægt að allir fletir séu fullunnir og sýnilegir.

Viðurinn er póleraður uppúr olíu og vaxblöndu sem gerir áferðina einstaklega mjúka og góða viðkomu.

Ullaráklæðið fæst í mörgum litum.

Stærð:
H : 80 cm   B : 78 cm   L: 188 cm

Við framleiðum einnig hægindastól í sama stíl. Sjá hér.

 

Categories: , ,

Sófi

 

Unnið eftir pöntunum
Sófinn er handunninn við pöntun á verkstæði AGUSTAV í Súðarvogi, Reykjavík. Við höfum samband innan 48 tíma frá pöntun til að ræða sófann þinn.
Þegar við höfum áttað okkur á mögulegum séróskum þínum og getum hafið framleiðslu. Framleiðslutími fer eftir verkefnastöðu á hverjum tíma fyrir sig.

Heyrðu í okkur til að fá stöðuna núna eða ef þú hefur spurningar.

AGUSTAV stofa