Klassísk hilla í svörtu

kr.21,900kr.29,900

Klassískt útlit hillunnar er stílhreint og fágað. Hillan passar inn í hvaða herbergi heimilisins sem er og getur staðið jafnt ein á vegg sem stáss eða margar saman sem hillueining.

Hillan er handunnin úr gegnheillri hnotu og svo bæsuð með svörtu til að ná svarta litnum. Viðurinn er pússaður með olíu/vaxblöndu til að ná fullkomnri áferð. Hillan fæst með svarti stálstöng eða messing stöng.

Klassíska hillan er framleidd eftir pöntunum og afgreiðslutími um 2 vikur eftir pöntun. Hillurnar eru stöku sinnum til á lager

Hillan kemur í tveimur stærðum:

Stór: 90 cm löng x 2 cm há x 17,5 cm djúp.
Lítil: 60 cm löng x 2 cm há x 17,5 cm djúp.

Hillan fæst einnig í hnotu og eik.

Sjá hilluna í hnotu hér.
Sjá hilluna í eik hér.

Clear

Klassík


Unnið eftir pöntunum

Klassíska hillan er handunninn eftir pöntun á verkstæði AGUSTAV í Reykjavík. Vinnslutími getur verið allt að 2 vikur, þar til varan er tilbúin til afhendingar. Við gætum átt eitthvað á lager, svo ef þér liggur á, hafðu endilega samband á weare@agustav.com og við skulum sjá hvað við getum gert fyrir þig.

Að hengja upp hilluna
Hillan kemur með 2 skráargötum á bakhliðinni. Lengd milli skráargatanna er mæld frá miðju annars gatsins að miðju hins og 2 skrúfur skrúfaðar í vegginn með mældri lengd á milli. Þá má leggja bakstykkið á skrúfurnar og þrýsta létt niður til að festa.

Frí sending innanlands.

AGUSTAV hilla
Náttsnagi í Eik

Sparaðu pláss!

Náttsnaginn er hið fullkomna náttborð fyrir þá sem velja einfaldleika og flæði.

Á náttsnaganum má geyma allt það helsta sem náttborð geymir. Það má hengja allt að 3 bækur í bókasnaga og leggja gleraugun, vatnsglasið eða skartgripina á hilluna. Hann kemur einnig með einum venjulegum pinna sem má til að mynda nota til að hengja upp úrið, hálsmenið eða hvað sem þú gætir þurft að leggja frá þér við rúmstokkinn.

Sjá meira hér 

Náttsnagi

Additional information

Stærð hillu

Eik – 60 cm, Eik – 90 cm, Hnota – 60 cm, Hnota – 90 cm, Svart bæsuð – 60cm, Svart bæsuð – 90 cm

Stöng

Messing, Svart stál

You may also like…

  • Kollur

    kr.46,000kr.48,000
  • Borðstofustóll II

    kr.116,900