Sófaborð

UPPSELT

Hafið samband ef þið hafið hug á sófaborði

weare@agustav.com

 

AGUSTAV borðin eru handunnin úr gegnheilli eik með viðarslaufu samsetningum.

Við framleiðum borðin jafnt sem borðstofuborð, sófaborð og eldhúsborð. Öll borð geta verið sniðin eftir þeim stærðum sem henta þínu heimili best.

Við eigum nokkra planka með samskonar karakter og sá á myndunum hér og hægt er að biðja um að fá myndir af slíkum eða koma á verkstæðið í Súðarvogi og kynna sér úrvalið.

Einnig framleiðum við sófaborðin úr heilum, samsettum plönkum, fyrir þá sem vilja stílhreinna eða einfaldara borð.

 

Sófaborð

 

Unnið eftir pöntunum
Borðin eru handunninn við pöntun á verkstæði AGUSTAV í Súðarvogi, Reykjavík. Við höfum samband innan 48 tíma frá pöntun til að ræða borðið þitt.
Þegar við höfum áttað okkur á mögulegum séróskum þínum og getum hafið framleiðslu má búast við um 2-3 vikna framleiðslutíma.

AGUSTAV stofa