Fatasnagi

kr.14,000kr.22,000


Fatasnaginn kemur í eik, hnotu og wenge með 5 pinnum í blönduðum, náttúrulegum viðarlitum.

Fatasnaginn hefur reynst ómissandi á heimilinu. Hann passar í hvert rými og er hægt að nota fyrir nánast hvað sem er. Hengdu hann í eldhúsinu fyrir viskustykkin, notaðu hann á baðherberginu fyrir handklæðin, hann er fullkominn í forstofuna og síðast en ekki síst ómissandi í svefnherberginu fyrir þessi ,,ekki-hrein-en-samt-ekki-skítugu” föt, sem eiga það til að hrúgast uppá næsta stól eða á gólfinu…

Stór: 70cm langur x 4cm hár x 2cm djúpur
Lítill: 35cm langur x 4cm hár x 2cm djúpur

Clear
SKU: N/A Category: Tags: , ,

Fatasnagi


Unnið eftir pöntunum

Fatasnaginn er handunninn eftir pöntun á verkstæði AGUSTAV í Súðarvogi, Reykjavík. Vinnslutími getur verið allt að 2 vikur, þar til varan er tilbúin til afhendingar. Við gætum átt eitthvað á lager, svo ef þér liggur á, hafðu endilega samband á weare@agustav.com og við skulum sjá hvað við getum gert fyrir þig.

Að hengja upp snagann
Fatasnaginn kemur með 2 skráargötum á bakhliðinni. Lengd milli skráargatanna er mæld frá miðju annars gatsins að miðju hins og 2 skrúfur skrúfaðar í vegginn með mældri lengd á milli. Þá má leggja bakstykkið á skrúfurnar og þrýsta létt niður til að festa.

Þyngdartakmörk
Við höfum enn ekki uppgötvað þyngdartakmark fyrir fatasnagann. Það fer eftir veggnum sem hann er hengdur á og mikilvægt er að nota réttar skrúfur og tappa (sé þörf á slíku) til að halda sem mestum styrk. Byggingavörubúðir veita aðstoð með rétt val á skrúfum og töppum.

Frí heimsending innanlands.