Alin er mælieining sniðin í lengd barns, daginn sem það kom í heiminn.
Áletrað með nafni barns, þyngd, fæðingardegi – og tíma.
Alin er fullkomin gjöf sem varðveitir minninguna um fyrstu augnablikin í nýju lífi.

Varðveittu minninguna um
fyrstu augnablikin í nýju lífi

Alin mæliprik í fæðingarlengd
Alin mæliprik
Áletrun alin mæliprik
Verð
Alin með náttúrulegum viðarenda: 6.990.-
Alin með messingenda: 8.490.-

Alin er fyrsta varan í afgangaseríu AGUSTAV

AFGANGAR er hugmyndafræði AGUSTAV sem gengur út á að þaulnýta alla afganga sem falla til á verkstæðinu og veita þeim líf. AFGANGAR myndar seríu af heimilis og lífstílsvörum sem allar eiga það sameiginlegt að vera framleiddar úr afgangs efnivið og afskurði. Með þessari seríu minnkar affall frá fyrirtækinu, efnið er nýtt til fulls og útkoman er falleg handunnin umhverfisvæn vara.

Spurt & svarað

Hvað er Alin?
 • Alin er mælieining sniðin fæðingarlengd barns og hugsað sem persónuleg eign sem varðveitir minninguna um fyrstu augnablikin í nýju lífi.
 • Alin er handgerð vara úr gegnheilum við, með vali um messing-eða viðartopp, áletrað með nafni, þyngd, fæðingardegi- og tíma.
 • Alin er með festingu til að hengja uppá vegg og er fallegt sem veggskraut.
 • Alin er hönnun Ágústu Magnúsdóttur and Gústavs Jóhannssonar hjá AGUSTAV.
Hvað þýðir Alin?
 • Alin hefur vísun í fæðingar eða það að ala barn.
 • Á forníslensku var orðið Alin notað yfir nokkuð breytilega mælieiningu, yfirleitt milli 48 – 57,8 cm löng. Oftast var Alin þó notað yfir lengdina frá fingri að olnboga.

   

  Hvaða áhrif hefur framleiðsla Alin á umhverfið?
 • Alin er mjög vistvæn vara.
  Hvert eintak er handunnið af ástríðu fyrir handverki og er hluti af AFGANGA seríu AGUSTAV þar sem notast er við afgangs efnivið í framleiðslu á fallegum, umhverfisvænum heimilis- og lífstíls munum.
 • Að auki gróðursetur AGUSTAV tré fyrir hverja selda vöru, það gildir einnig um Alin.

   

  Hver er skilarétturinn á Alin?
 • Þar sem Alin mælieiningarnar eru sérgerðar fyrir hvern og einn er ekki hægt að skila né skipta Alin mælieiningu.
 • Ef það hafa orðið mistök af okkar hálfu við framleiðsluna munum við gera okkar besta til að bæta úr því. Hafðu samband alin@agustav.com og við munum svara eins fljótt og unnt er.

   

  Hvað ef ég fæ mörg gjafabréf?
 • Komi það fyrir að einstaklingur fái fleiri en eitt gjafabréf fyrir Alin, stendur til boða að gefa gjafabréfið áfram eða nota það sem inneign upp í aðra vöru hjá AGUSTAV.